Íbúafundur og opið hús á Flúðum í kvöld

Íbúafundur verður haldinn í félagsheimilinu á Flúðum í kvöld klukkan 20:00 í tengslum við almannavarnaviku sem nú er í Hrunamannahrepp.

Fyrir fundinn verður opið hús á slökkvistöðinni á Flúðum þar sem slökkvilðismenn Brunavarna Árnessýslu munu sýna nýjan búnað um leið og boðið verður upp á kaffi. Slökkvistöðin verður opin fyrir gesti milli klukkan 18:00 – 20:00.

Á fundinum flytja erindi Jón G Valgeirsson, sveitarstjóri, Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri, Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, Jón Örvar Bjarnason, byggingaverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu Íslands og Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.

Að loknum erindum þeirra verða umræður.

Fyrri greinÍslensk frumsýning á Selfossmynd
Næsta greinÞórsarar fara á Sauðárkrók