Íbúafundur í Árborg í kvöld

Ráðhús Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Sveitarfélagsins Árborgar verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfossi í kvöld, mánudagskvöld klukkan 20:00.

Bæjarstjórn Árborgar fól Haraldi Líndal Haraldssyni, hagfræðingi, að gera úttektina og hefur hann nú lokið þeirri vinnu.

Niðurstöðurnar, ásamt tillögum til úrbóta, verða gefnar út í skýrslu sem ætlað er að gefa góða mynd af stjórnsýslunni og fjármálum sveitarfélagsins og rekstri þess og einstakra stofnana.

Á fundinum í kvöld mun Haraldur halda um það bil klukkutíma kynningu á skýrslunni og að henni lokinni verður tekið við fyrirspurnum úr sal.