Íbúafundur á Klaustri

Íbúafundur verður haldinn í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkubæjarklaustri í kvöld kl. 20:30.

Farið verður yfir þróun eldgossins í Grímsvötnum, afleiðingar þess og stöðuna í dag.

Fulltrúar frá eftirtöldum stofnunum verða á staðnum til að svara fyrirspurnum frá íbúum:

• Lögreglustjóranum á Hvolsvelli
• Skaftárhreppi
• Heilbrigðisstofnun Suðurlands
• Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
• Rauða kross Íslands
• Jarðvísindastofnun
• Veðurstofunni
• Bjargráðasjóði
• Viðlagatryggingu
• Heilbrigðiseftirliti Suðurlands
• Búnaðarsambandi Suðurlands
• Matvælastofnun
• Landgræðslunni