Íbúafundur á Klaustri í kvöld

Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur ákveðið að hætta að brenna sorp á skólatíma.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Skýr krafa hefur komið frá hópi íbúa um að sorpbrennslu verði hætt á skólatíma en sorpbrennslan stendur við grunnskólann og hitar upp sundlaug og íþróttahús á Klaustri.

Kl. 18 í dag hefur verið boðað til íbúafundar í félagsheimilinu Kirkjuhvoli vegna málsins. Á fundinum verða fulltrúar Umhverfisstofnunar, Sóttvarnarlæknis og Matvælastofnunar.

Fyrri greinDýpri lægð á leiðinni
Næsta greinVilja að ríkið styrki almenningssamgöngur