Íbúafundur á Klaustri

Almannavarnanefnd Rangárvalla-og Vestur-Skaftafellssýslu boðar til íbúafundar í Kirkjuhvoli á Klaustri í kvöld kl. 20.

Þar mun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur fara yfir atburði síðustu mánaða í Kötlu.

Sambærilegur kynningarfundur var haldinn í Vík í síðasta mánuði og var hann vel sóttur og fróðlegur.