Íbúafundur að Heimalandi í kvöld

Rangárþing eystra boðar til íbúafundar í félagsheimilinu Heimalandi kl. 20:30 í kvöld. Fjallað verður um stöðu mála vegna eldgossins og úrræði rædd.

Þjónustumiðstöðin að Heimalandi er opin milli kl. 11:30 og 13:30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Þjónustumiðstöðin í Vík í Mýrdal er opin milli kl. 11:30 og 13:30.

Gosvirknin í Eyjafjallajökli er stöðug. Í morgun hefur gosstrókurinn stefnt í norður. Almannavarnir minna á að hætta stafar af gasi við Gígjökul.

Fyrri greinYfir 20 innbrot á hálfum mánuði
Næsta greinHamingjusamir bjóða fram í Mýrdalnum