Íbúafundir í Rangárþingi í dag

Íbúafundir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli verða haldnir í Fljótshlíð, á Hellu og Hvolsvelli í dag og kvöld.

Fyrsti fundurinn er í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð kl. 14. Fundurinn á Hellu er kl. 17 í grunnskólanum en á Hvolsvelli verður fundað í Hvolnum kl. 20.

Á fundunum verða yfirvöld og almannavarnanefnd í héraði, ásamt dýralækni, veðurfræðingi, jarðvísindamanni og fleiri sérfræðingum og fulltrúum stofnana sem koma að málum.

Fyrri greinLandeyjahöfn tilbúin á réttum tíma að óbreyttu
Næsta greinAskan fellur nálægt gosinu