Íbúafundir í Rangárþingi eystra

Sveitarstjórn Rangárþings eystra boðar er til opinna íbúafunda í dag. Fundirnir verða haldnir kl. 14 á Heimalandi og kl. 20 í Hvolsskóla á Hvolsvelli.

Forsvarsmenn sveitarfélagsins sitja fyrir svörum um málefni sveitarfélagsins s.s. fræðslumál, helstu framkvæmdir og annað það sem íbúar hafa áhuga á að ræða.

Haldnar verða stuttar framsögur og síðan verða frjálsar umræður.

Sami háttur verður hafður á, á báðum fundum. Þannig að fólk getur valið þann tíma sem hentar betur.

Fyrri greinHraður vöxtur aspa á Tumastöðum
Næsta greinVilja fylla tómarúm fyrir kjósendur