Íbúðalánasjóður selur fjölda eigna

Íbúðalánasjóður hefur selt tvö fjölbýlishús á Selfossi með samtals 44 íbúðir. Kaupandi er félag sem er að stórum hluta í eigu knattspyrnubræðranna Arnars og Bjarka Gunnlaugssona.

Kaupverðið fæst ekki gefið upp hjá Íbúðarlánasjóði en samkvæmt heimildum Sunnlenska er það vel á sjöttu hundrað milljóna króna. Sjóðurinn hefur þrisvar áður gengið að kauptilboði í blokkirnar en í engu tilviki hefur tilboðsgjafi getað sýnt fram á fjármögnun og því gengu tilboðin til baka.

Eftir því sem næst er ætlar fyrirtækið sem kaupir blokkirnar að leigja út íbúðirnar, sem léttir verulega á eftirspurn eftir húsnæði á Selfossi.

Íbúðalánasjóður hefur einnig samþykkt kauptilboð í sjö aðrar eignir á svæðinu.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinRennsli Tungnaár í sögulegu lágmarki
Næsta greinGuðríður endurkjörin formaður