Íbúðalánasjóður á 78 tómar íbúðir í Árborg

Íbúðalánasjóður á alls 78 íbúðir í Sveitarfélaginu Árborg sem standa auðar. Þessi fjöldi er talsvert umfram landsmeðaltal.

Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Árborgar á dögunum.

Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs segir fjöldann hafa komið bæjarráði á óvart. „Þessi tala er hærri en við héldum, við vissum að þetta væri einhverjir tugir en höfðum ekki staðfestingu fyrir þessum fjölda,“ segir hann.

Bæjarráð hyggst fylgjast með framvindu mála. „Samkvæmt lögum á sveitarfélagið að fylgjast með stöðu mála á fasteignamarkaði. Við höfum ítrekað beðið sjóðinn um upplýsingar og beðið þá um að losa eignir,“ segir Eyþór.

Fyrri greinFæra Vor í Árborg
Næsta greinKveikt á jólaljósum 14. nóvember