Íbúðalánasjóður auglýsir til leigu

Íbúðalánasjóður hefur auglýst sjö íbúðir á Suðurlandi til leigu, þar af fjórar á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum er verið að undirbúa fleiri eignir til útleigu og má búast við að sjóðurinn auglýsi næst eftir um þrjár vikur.

Íbúðirnar sem auglýstar eru eru við Eyraveg 46 og Fossveg 4 á Selfossi, Breiðumörk 25a í Hveragerði, Laufskála 20 á Hellu og Hvolstún 1b á Hvolsvelli.

Umsóknarfresturinn rennur út á morgun og verða íbúðirnar leigðar út frá 1. maí eða fyrr eftir samkomulagi.

Á meðan eignirnar eru auglýstar er ekki hægt að skoða þær nema á þeim myndum sem eru í auglýsingunum á mbl.is og visir.is en að sjálfsögðu fær fólk að skoða eignina ef það er dregið út og hafa þá kost á að afþakka eignin ef hún hentar ekki.

Hér má sjá úthlutunarreglur sjóðsins.

Fyrri greinSkemmdarvargar skrúfuðu frá brunaslöngu
Næsta greinHamar með fínan sigur í fyrsta leik