Íbúð í raðhúsi reykræst

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út klukkan 19:21 í kvöld vegna reyks frá íbúð í raðhúsi í Hveragerði.

Þar reyndist pottur hafa gleymst á eldavélarhellu. Unnið er að því að reykræsta húsið.

Skemmdir eru af reyknum en engin eldur var á vettvangi.

Fyrri greinMetaregn hjá Thelmu á beggja handa kastþraut
Næsta greinEfniskaup í ljósleiðara undir 50 milljónum