Í umferðinni undir áhrifum áfengis og kókaíns

Lögreglan á Suðurlandi kærði þrjá ökumenn í liðinni viku fyrir að aka undir áhrifum áfengis.

Tveir þeirra voru við akstur á Selfossi og er annar þeirra er jafnframt grunaður um að hafa jafnframt verið undir áhrifum fíkniefna en hann svaraði jákvætt við prófun á kókaíni.

Þriðji aðilinn var stöðvaður af lögreglu á Þjórsárdalsvegi með því að lögreglubifreið var ekið á bifreið hans, eins og áður hefur verið greint frá.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að 24 voru kærðir fyrir að aka of hratt. Einn þeirra reyndist réttindalaus eftir að hafa verið sviptur ökurétti við afgreiðslu annars umferðarlagabrots. Sá var að aka um þjóðveg 1 við Steina undir Eyjafjöllum á 101 km/klst hraða þar sem leyfður hraði er 70 km/klst

Ellefu þessara ökumanna voru á 120 km/klst hraða eða meira og sá sem hraðast ók var mældur á 145 km/klst hraða.

Fyrri greinOrri sá við Ívari á Hellu
Næsta greinFarmurinn rúmlega hálfu tonni of þungur