Í skoðun að ráða ferðamálafulltrúa fyrir lágsveitirnar

Forsvarsmenn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin í lágsveitum Árnessýslu ræða nú þann möguleika að ráða ferðamálafulltrúa fyrir svæðið, líkt og uppsveitir Árnessýslu eru nú með.

Þetta eru Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur.

Hlutverk farðamálafulltrúans yrði m.a. að sjá um sameiginleg kynningarmál sveitarfélaganna, vöruþróun með starfandi fyrirtækjum og þjónustuaðilum á svæðinu, þátttaka í kynningu og sýningum, aðstoð við umsóknir sveitarfélaganna í sjóði og tengiliður í sameiginlegum þróunarverkefnum í ferðamálum, m.a. með SASS og Markaðsstofu Suðurlands.

Hugmyndin er að SASS styrki verkefnið með ráðningu á starfsmanni tímabundið, sem 50% mótframlag til allt að eins árs.

Fyrri greinFærsla yleiningaverksmiðjunnar frá Reykholti til skoðunar
Næsta greinGyða, Elmar og Heiðar heiðruð á lokahófi