Í sjúkragæslu á formúlubrautinni í Mónakó

Þrír sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands brugðu sér út fyrir landsteinana í lok maí og tóku þátt í sjúkragæsluteymi mónakóska Rauða krossins í Monte Carlo F1 kappakstrinum.

Þetta voru Selfyssingarnir Viðar Arason og Inga Birna Pálsdóttir og Reykvíkingurinn Addý Ásgerður Einarsdóttir.

Að mörgu er að huga fyrir stórt verkefni sem þetta og dagarnir voru nýttir frá morgni til kvölds í fundi og annan undirbúning þangað til kom að stóru stundinni.

Þremenningarnir fjármögnuðu ferðina sjálfir en Viðar segir að þau Inga Birna, unnusta hans, hafi litið á ferðina sem brúðkaupsferð. Þau munu ganga í hnapphelduna síðar í sumar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau þrjú starfa með Rauða krossinum í Mónakó því þau hafa áður tekið þátt í sjúkragæslu á kappakstursbrautinni auk Smáþjóðaleikanna sem voru haldnir í Mónakó fyrir fáeinum árum.

Þremenningarnir hittu meðal annars Albert Mónakóprins sem stillti sér upp með þeim á myndinni hér að neðan.

vidar_inga_prinsAlbert_191802707.jpg

Fyrri greinBer að ofan í íslenskri jökulá
Næsta greinFjölgar í FSu