Í óleyfi að horfa á Nelson

Á fimmta tímanum á sunnudagsmorgun komu lögreglumenn að veitingastað á Selfossi þar sem innandyra voru um fimmtíu manns, en lokaður bar.

Veitingastaðurinn hafði ekki leyfi til að hafa opið lengur en til klukkan 03:00.

Án þess að það komi fram í dagbók lögreglunnar má gera að því skóna að gestir staðarins hafi ætlað sér að horfa á MMA-bardaga Gunnars Nelson sem fram fór síðla nætur í Las Vegas.

Fyrri greinLýst eftir vitnum í Njálsbúð
Næsta greinÞjónustumiðstöð rísi við Suðurlandsveg