Í myrkrinu með ljóslausan heyrúlluvagn

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglumenn á Selfossi stöðvuðu akstur dráttarvélar fyrir utan bæinn á laugardagskvöld.

Aftan í dráttarvélinni var heyrúlluvagn sem reyndist algjörlega ljóslaus í myrkrinu og kyrrsettu lögreglumenn vagninn.

Hæðin á farminum var slík að ekki var mögulegt að sjá afturljós dráttarvélarinnar yfir farminn þegar ekið var á eftir flutningnum.

Fyrri greinTveir ökumenn stöðvaðir undir áhrifum fíkniefna
Næsta greinPróflaus ökumaður stöðvaður tvisvar í síðustu viku