Í gæsluvarðhald vegna gruns um íkveikjur

Aðfaranótt síðastliðins þriðjudags sáu lögreglumenn til manns sem var að stappa á logandi blöðum við útidyr lögreglustöðvarinnar á Selfossi.

Maðurinn er grunaður um að hafa undanfarna mánuði átt það til að kveikja í bréfum hér og þar á Selfossi. Í framhaldi af þessu var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum á meðan rannsókn á þessum íkveikjum færu fram.

Héraðsdómur Suðurlands féllst á 30 daga gæslu vegna rannsóknarhagsmuna.