Í fyrsta skipti sem nýsveinn dúxar í MK

Selfyssingurinn Sigurður Ágústsson varð dúx Menntaskólans í Kópavogi þegar hann útskrifaðist frá Hótel- og matvælaskólanum síðastliðinn föstudag.

Þetta er í fyrsta skipti í sögu skólans sem nýsveinn er dúx skólans en ekki stúdentsefni, eins og venja er.

Sigurður var að útskrifast sem matreiðslumaður frá veitingastaðnum Satt á Natura Icelandair hótel. Við útskriftina var hann verðlaunaður með bókum og peningaverðlaunum frá Rotaryklúbbi Kópavogs og bæjarstjórn Kópavogs.

Sigurður býr í Kópavogi en hann hefur meðal annars unnið á Kaffi krús, Hótel Rangá og í Tryggvaskála. Sambýliskona hans, Birta Jónsdóttir, útskrifaðist einnig þennan dag, sem framleiðslumaður en hún var einnig í verknámi á veitingastaðnum Satt.