Í fangageymslu eftir heimilisofbeldi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Eitt mál er varðar heimilisofbeldi var tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku og er það í rannsókn með aðkomu viðeigandi félagsmálayfirvalda.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að heimilisfaðirinn hafi verið með lítilsháttar áverka á kvið, mögulega af völdum eggvopns en þó sé óvíst um tilurð þeirra.

Báðir málsaðilar voru skoðaðir af lækni og síðan vistaðir í fangageymslu, en yfirheyrðir um málsatvik daginn eftir.

Fyrri greinInnviðir í takt við uppbyggingu
Næsta greinHvers vegna pólitískur sveitarstjóri?