Í áfalli eftir reiðilestur

Lögreglan á Selfossi segir að borið hafi á því að sumir sem lent hafa í umferðaróhöppum hafi misst stjórn á skapi sínu og hellt sér yfir þann sem þeir álitu hafa valdið árekstrinum.

Í einhverjum tilvikum hefur þetta gengið svo nærri fólki, sem fyrir varð, að það hefur verið í áfalli á eftir.

“Þetta er furðuleg framkoma þegar um smávægilegt tjón er að ræða. Það er mikilvægt að aðilar að umferðaróhappi sýni stillingu við slíkar aðstæður og segi ekki eitthvað sem það svo síðar muni sjá eftir að hafa sagt,” segir í dagbók Selfosslögreglunnar.

Helgin var róleg hjá lögreglumönnum um helgina sem höfðu staðið í ströngu í veðurhvelli sem sem skall á fyrir hádegi á föstudag. Vegfarendur lentu í miklum vandræðum á Suðurlandsvegi á milli Hveragerðis og Sandskeiðs og um tíma lokuðst allir vegir úr vestri yfir á Suðurland.

Nokkrir árekstrar urðu þar á meðal í Hveradölum og í Svínahrauni. Talsvert eignatjón varð en engin mun hafa slasast alvarlega í þessum óhöppum.