Í þriggja mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum ævilangt.

Á síðustu fimm árum hefur maðurinn níu sinnum verið fundinn sekur um að aka bifreið þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum með dómi.

Dómari taldi því brotavilja mannsins vera einbeittan og dæmdi hann því til fangelsisvistar.

Samkvæmt sakavottorði hefur maðurinn sex sinnum áður sætt refsingu fyrir brot á lögum um ávana og fíkniefni og ýmis umferðarlagabrot samkvæmt dómum eða sáttum.

Fyrri greinGufa leitar að auknu fjármagni
Næsta greinBjörgvin G.: Verk að vinna – í kjölfar kjördæmaviku