Iðunn sigraði í nemakeppninni

Iðunn Sigurðardóttir frá Oddgeirshólum gerði það gott á dögunum á Íslandsmóti matreiðslu- og framreiðslunema. Iðunn gerði sér lítið fyrir og sigraði í matreiðslu.

Iðunn starfar á veitingahúsinu Fiskfélaginu en hún var meðal tólf keppenda sem komust í úrslit í nemakeppninni að lokinni forkeppni.

Í úrslitunum þurftu nemarnir að útbúa þriggja rétta máltíð, rauðsprettu í forrétt, nautaframhrygg í aðalrétt og gríska jógúrt með rifsberjum í eftirrétt.

Með árangri sínum tryggði Iðunn sér þátttökurétt í Norrænu nemakeppninni sem haldin verður á næsta ári.

Bragi Þór Hansson á Hótel Rangá komst einnig í úrslit í matreiðslunemakeppninni.

Fyrri greinAukatónleikar vegna fjölda áskorana
Næsta greinGrænt kort í prentútgáfu