Hyggur á útflutning á sandi

Fyrirtækið LavaConcept Iceland í Mýrdalshreppi á í viðræðum við erlenda dreifingaraðila um mögulega sölu á sandi sem fluttur yrði út til Evrópu úr Mýrdalnum.

Jóhann Vignir Hróbjartsson, einn þeirra sem stendur að verkefninu segir að undirbúningur ásamt nauðsynlegum rannsóknum hafi staðið yfir síðustu ár og að viðræður hafa átt sér stað nýverið erlendis og verið sé að velta hugmyndum á milli aðila í tengslum við mögulegt framhald.

Hugmyndin er að vinna sand úr fjörunni í og við Vík og flytja út í sekkjum, en um er að ræða efni í steinteppi og mögulega sandblástur. Jóhann hefur þurrkað og flokkað sand og steina fyrir innanlandsmarkað um nokkurt skeið en sá markaður er takmarkaður um þessar mundir. Jóhann vinnur sandinn og flokkar í húsnæði vestast í þorpinu í Vík.

„Þetta er allt saman á frumstigi og enn er beðið eftir niðurstöðum nauðsynlegra rannsókna,“ segir Jóhann.

Fyrri greinHamar tapaði á Ásvöllum
Næsta greinSkyrgámur og bræður hans í stuði