Hyggur á byggingu frystigeymslu í Flóanum

Fóðurstöð Suðurlands hefur sótt um lóðir í Flóahreppi og hyggst reisa þar frystigeymslu. Að sögn Bjarna Stefánssonar, stjórnarformanns Fóðurstöðvarinnar, hefur aukin starfsemi kallað á meiri frystigeymslur.

Til þessa hefur félagið þurft að treysta á leiguhúsnæði sem hefur verið erfiðara að fá undanfarið. Gert er ráð fyrir að frystigeymslan verði um 250 fermetrar að stærð.

Bjarni sagði aðspurður að rekstur síðasta árs hefði gengið ágætlega og afkoma félagsins verið jákvæð.

Fóðurstöðin hefur einnig ráðið Torfa Áskelsson sem framkvæmdastjóra og hefur hann tekið til starfa. Torfi hefur undanfarin ár starfað hjá Ístak en starfaði áður við kjötmjölsverksmiðjuna í Flóanum.

Fyrri greinJóga aldrei vinsælla
Næsta greinKanna kynbundinn launamun hjá starfsmönnum Árborgar