Hyggjast stækka íþróttahúsið

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps er að skoða möguleika á stækkun á íþróttahúsi sveitarfélagsins á Flúðum. Á sínum tíma var íþróttahúsið teiknað og skipulagt í fullri stærð.

Að sögn Jóns G. Valgeirssonar, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, er verið að gera kostnaðaráætlun en það er mat sveitarstjórnar að full þörf sé á húsi í fullri stærð en mikil notkun er á húsinu í dag. Jón taldi að það ætti ekki að vera dýrt að stækka húsið en ekki þarf að ráðast í jarðvegsskipti.

Þetta yrði þó stærsta framkvæmd sveitarfélagsins ef af verður.

Fyrri greinGuðmunda, Andrea og Karitas semja
Næsta greinFréttablaðið vill vita um öll partý síðustu 5 ára