Hyggjast sauma margnota innkaupapoka í staðinn

„Þetta er hugsað þannig að ef af þessu samstarfi við kvenfélögin verður þá verði reynt samhliða að ná til íbúa um að auka flokkun á sorpi.

Íbúarnir væru heimsóttir, kynnt mikilvægi sorpflokkunar og umræddur poki væri þá afhentur í þessari heimsókn,“ segir Svanhvít Hermannsdóttir, sem á sæti í sveitarstjórn Flóahrepps þegar hún var spurð út í verkefnið „Plastpokalaus Flóahreppur“.

Kvenfélögin þrjú í sveitarfélaginu hafa lýst áhuga sínum um samstarf við Flóahrepp um verkefnið en þá myndi félögin sauma margnota innkaupapoka, sem yrði dreift á heimilin, sem eru um tvöhundruð. Kostnaður við verkefnið yrði um þrjúhundruð og fjörutíu þúsund krónur.

Sveitarstjórn hefur frestað ákvörðum um áframhald verkefnisins.

Fyrri greinStórsigur á liðinu í 4. sæti
Næsta greinKeppendur HSK unnu þrjá bikarmeistaratitla