Hyggjast nota seyru til landgræðslu

Landgræðsla ríkisins og Hrunamannahreppur hafa lagt drög að samningi um landgræðslu með seyru austan Hvítár á Hrunamannaafrétti.

Verkefnið er afmarkaður hluti af uppgræðslu afréttarins sem unnið hefur verið að í fjölda ára.

Segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri, að seyran leggist til við rotþróahreinsun í hreppnum og því megi kalla þetta sjálfbært verkefni.

Bæði landbúnaðar- og umhverfisnefndir hreppsins og Landgræðslufélag Hrunamanna hafa veitt umsögn um samningsdrögin og munu oddviti og sveitarstjóri ræða við Landgræðsluna í kjölfarið.