Hyggjast gera tíu íbúðarlóðir

Landeigendur í landi Litla- og Stóra-Ármóts hafa sent inn beiðni til Flóahrepps um aðalskipulagsbreytingu.

Þar er nú gert ráð fyrir frístunda- og landbúnaðarsvæði en landeigendur vilja gera þar íbúðarsvæði með tíu íbúðarlóðum þar sem heimilt væri að reisa íbúðarhús, geymslu, gestahús og skemmu.

Sveitarstjórn hefur falið skipulagsfulltrúa að kynna breytingu á skipulagi áður en það verður tekið til formlegrar afgreiðslu.

Fyrri greinVélarvana togari út af Skarðsfjöru
Næsta greinNýr meirihluti kynntur í dag