Hyggjast bora eftir köldu vatni

Fyrirhugað er að leita eftir vatni innan lands Reykja, norðan og austan við Ölfusborgir. Um er að ræða aðgerð til að finna bæði neysluvatn og vatn til brunavarna í dreifbýli Ölfuss.

Sveitarfélagið Ölfus hefur leitað nú þegar til Íslenskra orkurannsókna til að vinna verkplan fyrir rannsóknarborun og gera tillögu að breytingu á vatnsverndarsvæði fyrir fyrirhugað rannsóknarsvæði.

Ljóst er að breyta þarf aðalskipulagi fyrir vatnsverndarsvæðið og fyrirhuguð vatnsból og hefur bæjarstjórn Ölfuss samþykkt tillögu þar um.

Fyrri greinAftur hægt að sækja um tjónabætur
Næsta greinPíratar hafa opnað fyrir framboð