Hvolsvallarlöggan í háloftunum

Lögreglumenn frá Hvolsvelli fóru síðdegis í gær í umferðareftirlit ásamt Landhelgisgæslunni á þyrlunni TF-LÍF. Var Þjóðveginum fylgt og hraðamælt úr lofti og af landi.

Þjóðveginum var fylgt vestur og svo alla leið norður á Akureyri. Fjórir voru kærðir fyrir of hraðan akstur og sá sem ók hraðast var á 138 km/klst. Umferðin gekk að öðru leyti mjög vel.

„Eftirlit úr lofti gefur okkur mikla yfirsýn yfir umferð, bæði umfang og hvort að einhverjir séu að aka áberandi hratt sem dæmi. Það má búast við því að lögreglumenn frá okkur eða öðrum embættum verði við eftirlit úr lofti annað slagið í sumar, hvort sem er yfir þjóðvegunum eða hálendinu,“ segir á Facebooksíðu lögreglunnar.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Ekkert lát á olíuþjófnaði
Næsta greinÖruggt hjá Árborg en Stokkseyri fékk skell