Hvolsskóli gekk á fjögur fjöll

Nemendur og starfsfólk Hvolsskóla á Hvolsvelli skelltu sér í fjallgöngu í byrjun mánaðarins í tilefni af heilsuviku í Rangárþingi eystra. Gengið var á fjögur fjöll í sveitarfélaginu.

Það viðraði vel til fjallgöngu þann 5. september og allir stóðu sig einstaklega vel en gangan var góð tilbreyting í byrjun skólaársins.

1. bekkur gekk á Dímon og 2. – 4. bekkur þrammaði á Lambafell. 5.-7. bekkur skellti sér á Fagrafell og 8.-10. bekkur gekk á Drangshlíðarfjall.

Fyrri greinLeikskólinn opnaður í Félagslundi
Næsta greinAngry Birds brauðsneiðarnar vöktu lukku