Hvítur hrafn í Tjarnabyggðinni

Síðustu daga hefur ritstjórn sunnlenska.is borist spurnir af hvítum hrafni sem sést hefur á Selfossi og í Sandvíkurhreppi.

Hrafninn náðist loksins á mynd í gær þegar hann kom í heimsókn ásamt hópi hrafna að heimili í Tjarnabyggð í Sandvíkurhreppi.

Fuglinn er svartflekkóttur og telja fuglafræðingar að um sama fugl sé að ræða og sést hefur á Selfossi og víðar í Árnessýslu fyrr á árinu. Fuglinn líkist flekkóttum hröfnum sem urpu í Færeyjum fram undir 1900.

Alhvítir hrafnar eru “sjaldséðir”, eins og máltækið segir en einn slíkur sást á Stokkseyri í upphafi árs árið 2003. Hann var sagður vera alhvítur, einnig á fótum og goggi.

Fyrri greinEineltisfræðsla í Hvolsskóla
Næsta greinRjúpnaskyttur hurfu „eins og minkar í holu”