Hvítt efni í gömlum Benz

Menn sem voru að gera upp gamlan Benz á Selfossi í gærkvöldi fundu átta grömm af hvítu efni falið í þakklæðningu bílsins.

Gat var í klæðningunni bak við baksýnisspegilinn og þar var falinn poki með efni sem talið er vera amfetamín eða kókaín.

Mennirnir létu lögreglu vita en samkvæmt upplýsingum frá henni verður eigandi pokans vandfundinn þar sem bíllinn hefur gengið kaupum og sölum undanfarin misseri.

Fyrri greinPottaslys í Grímsnesinu
Næsta greinKökubasar í Kjarnanum