Hvítt efni fannst á almannafæri

Tvö minniháttar fíkniefnamál komu á borð lögreglunnar á Suðurlandi í vikunni. Í öðru tilvikinu fannst hvítt efni í umbúðum á almannafæri og í hinu tilvikinu voru grunsamleg efni í pakka á leið til viðtakanda.

Efnin verða send til greiningar hjá tæknideild lögreglunnar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Þar er einnig greint frá því að þrír ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í liðinni viku.

Fyrri greinSelfyssingar unnu stórsigur
Næsta greinDagbók lögreglu: Tvö útköll vegna heimilisófriðar