Hvítárbrú glæsileg í ljósaskiptunum

Jólaljósaskreytt Hvítárbrú við Iðu. Ljósmynd/Páll M. Skúlason

Síðastliðinn laugardag voru tendruð ljós á Hvítárbrú hjá Iðu. Að lýsingunni stendur áhugafólk úr Laugarási og nágrenni.

Kostnaðurinn við lýsinguna, sem er óhjákvæmilega nokkur, hefur verið  fjármagnaður með styrkjum frá velunnurum verkefnisins, en lýsingin er sett upp í nóvember, alla jafna og fær síðan að gleðja vegfarendur og nágranna þar til dag er farið að lengja nokkuð. Þá er ljósakeðjan yfirfarin, og það lagfært sem lagfæra þarf.

Fyrir utan ánægju þeirra sem fá að njóta lýsingarinnar þá eykur þessi lýsing umferðaröryggi við brúna umtalsvert.

Hvítárbrú skartaði sínu fegursta við sólsetur í gær, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum Páls M. Skúlasonar.

Ljósmynd/Páll M. Skúlason
Fyrri greinHornfirðingar treysta á öflugar almenningssamgöngur
Næsta grein34 stöðvaðir eftir hraðakstur