Hvetja til sameiningar UMFÍ og ÍSÍ

Á ársþingi HSK á Hellu um síðustu helgi var samþykkt tillaga þar sem því er beint til UMFÍ og ÍSÍ að samböndin skoði með opnum huga frekara samstarf eða sameiningu.

Samstarf og/eða sameiningarmál UMFÍ og ÍSÍ voru rædd í nefndum þingsins og urðu til tvær tillögur í nefndunum. Sú tillaga sem gekk lengra var samþykkt með 23 atkvæðum gegn 17. Þar hvetur héraðsþingið til þess að möguleikar á frekara samstarfi- og/eða sameiningu UMFÍ og ÍSÍ, verði skoðað með opnum huga.

Í greinargerð með tillögunni kemur fram að margt hafi breyst í íslensku þjóðfélagi á síðustu árum. Í dag blasir við allt annar veruleiki en fyrir hið svokallaða hrun árið 2008. Því hljóti það að vera eðlileg krafa grasrótar þessara samtaka, UMFÍ og ÍSÍ, að möguleikar á frekara samstarfi- og/eða sameiningu þeirra verði rætt og skoðað.

Fyrri greinDúndurfréttir í Hvíta í kvöld
Næsta greinNemendafélögin frumsýna í dag