Hvetja til kerfisbundinnar fornleifaskráningar í Skálholti

Byggðaráð Bláskógabyggðar hvetur eigendur Skálholtsjarðarinnar til að sjá til þess að kerfisbundin fornleifaskráning eigi sér stað í Skálholti.

Á málþingi um framtíð Skálholts sem fram fór í október kom fram að ekki sé hægt að fara í skipulagsvinnu í Skálholti nema að undangenginni fornleifaskráningu. Sú vinna er öll eftir.

Minjastofnun hefur nú sent yfirvöldum í Bláskógabyggð erindi vegna deiliskipulagslýsingar Skálholts. Í erindinu kemur fram að stofnunin muni ekki taka afstöðu til deiliskipulagstillögu á Skálholtsjörðinni fyrr en kerfisbundin fornleifaskráning hefur átt sér stað í Skálholti.

Af því tilefni hvetur byggðaráð eigendur Skálholtsjarðarinnar að verða við þessum tilmælum Minjastofnunar.

Fyrri greinKárastaðir friðlýstir
Næsta greinAlvarleg líkamsárás í Reykjaskógi – Geysisræninginn enn á ferðinni