Hvetja stjórnvöld til aðgerða

Á fjölmennum fundi félags eldri borgara í Rangárvallasýslu sem haldinn var nýlega var rætt um ýmis málefni er varða þann hóp og aðra.

Lýsti fundurinn yfir þungum áhyggjum af stöðu málefna aldraðra. Á það einkum við um vistunarmat, aðgengi að dvalarrými, hjúkrunarrými og félagslegri þjónustu. Hið sama á við mál er snerta ellilífeyri.

Þá krefst félagið þess að stjórnvöld taki þessi mál til alvarlegrar skoðunar og vinni að lagfæringum á þeim.

Fyrri greinStokkseyringar flengdir á Selfossi
Næsta greinVinnuhópur skoði samstarfsfleti