Hvessir undir fjöllum með kvöldinu

Seint í dag ganga skil yfir landið með allhvassri austlægri átt. Því má búast við snörpum vindhviðum við fjöll, bæði syðst á landinu og í Öræfum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni sem gefin var út í nótt.

Við þessar aðstæður geta vindhviður náð allt að 30 m/s á milli kl. 15 og 19, einkum undir Austur-Eyjafjöllum og í Mýrdal og eins í Öræfum.