Hvessir ört um hádegisbil

Um hádegisbilið mun hvessa ört suðvestanlands og fer að snjóa fljótlega upp úr því. Spáð er miklum hvelli sem gengur nokkuð hratt yfir landið og á láglendi sunnan- og vestanlands nær að hlána.

Suðvestanlands er útlit fyrir allt að 25-28 m/s í eftirmiðdaginn Hviður allt að 40-55 m/s undir Eyjafjöllum. Snjóbylur verður á flestum fjallvegum og eins a.m.k. fyrst í stað um tíma á láglendi á undan skilum óveðurslægðarinnar.

Hálka er á Hellisheiði en snjóþekja í Þrengslum. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðurlandi en þó er þæfingsfærð efst á Landvegi. Snjóþekja er á Krísuvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja er með suðausturströndinni og sumstaðar éljar.
Fyrri greinSveitarstjórinn og doktorinn sigruðu tvenndarkeppnina
Næsta greinUppfært: Hellisheiði og Þrengsli lokuð