Hvessir aftur í kvöld

Veðurspáin hefur gengið eftir í dag og búst er við að örlítið dragi úr veðurofsanum nú síðdegis, en hvessi aftur eftir kl. 18.

Í kvöld er útlit fyrir suðaustan og síðan sunnan 20-30 m/s, hvassast til fjalla og einnig er búist við snörpum vindhviðum við fjöll, jafnvel yfir 40 m/s. Talsvert hægari vindur og þurrt austanlands.