Hvernig verður góð stjórnarskrá til?

Skálholtsskóli mun efna til málþings um verklag við gerð stjórnarskrár nk. laugardag.

Í fréttatilkynningu frá Skálholtsskóla kemur fram að brýnt sé að hrinda umræðu um stjórnarskrá af stað þar sem stjórnlagaþing sé framundan. Skólinn efnir því til málþingsins í samvinnu við áhugahóp um málefnið og fer það fram í Skálholtsskóla nk. laugardag, 28. ágúst, frá kl. 10-17:30.

Ekki er ætlunin að fjalla um einstaka þætti í nýrri eða endurbættri stjórnarskrá heldur um það hvað stjórnarskrá sé og hvernig hún verði til með vitrænum hætti.

Málþingið er þannig upp sett að það skiptast á framsöguerindi og vinna í hópum. Kapp verður lagt á markvissa starfi í vinnuhópunum.

Málþingið er öllum opið. Skráning og frekari upplýsingar eru á vef Skálholts www.skalholt.is eða í síma 486 8870.

Fyrri greinYfirfóstrur fara
Næsta greinSamfylkingin eyddi mestu í kosningabaráttunni