Hvernig bætum við menntun barnanna okkar?

Mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarssonar, stendur fyrir fundi um hvernig við getum bætt menntun barnanna okkar, í kvöld mánudaginn 6. október, kl. 20:00 í Árhúsum á Hellu.

Á fundinum mun menntamálaráðherra kynna hugmyndir sínar um umbætur í menntun og hvernig hægt sé að bæta læsi og námsframvindu.

Sjálfstæðismenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að líta við og kynna sér hugmyndir menntamálaráðherra.

Fundurinn er öllum opinn.