Hvergerðingar funduðu með innviðaráðherra

Jón Friðrik, Geir, Sigurður Ingi, Jóhanna Ýr og Njörður. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Nýverið fóru fulltrúar bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, þau Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir forseti bæjarstjórnar og Njörður Sigurðsson bæjarfulltrúi ásamt Geir Sveinssyni bæjarstjóra og Jóni Friðrik Matthíassyni byggingar- og mannvirkjafulltrúa Hveragerðis á fund Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra.

Í frétt frá Hveragerðisbæ segir að vel hafi farið á með fundaraðilum þar sem rædd voru málefni Hveragerðis, svo sem tilfærsla þjóðvegar fyrir neðan Hveragerði, húsnæðisátak Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á landsvísu sem Hveragerðisbær tekur þátt í auk mögulegrar tilfærslu á háspennulínum fyrir neðan þjóðveg, samhliða tilfærslu þjóðvegarins.

Voru aðilar sammála um að fundurinn hafi verið árangursríkur þar sem opnar og góðar umræður fóru fram.

Fyrri greinÞórsarar loksins komnir á blað
Næsta greinÁfram skelfur Mýrdalsjökull