Hvergerðingar fyrstir á Suðurlandi til að taka upp endurvinnslukortið

Hveragerðisbær hefur gengið frá samkomulagi við Náttúran.is um Endurvinnslukortið og er Hveragerði fjórða sveitarfélagið sem gengur inn í samstarfið og það fyrsta á Suðurlandi.

Tilgangur Endurvinnslukortsins er að að fræða almenning um endurvinnslu, hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka það magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna og gefa eins fullkomið yfirlit og mögulegt er yfir hvar á landinu sé tekið við hverjum endurvinnsluflokki.

Endurvinnslukortið hefur tekið á sig nýja mynd, með fjölda nýrra þjónustuliða en öllum sveitarfélögum landsins býðst að gerast samstarfsaðilar að verkefninu og veita íbúum sínum þannig aukna þjónustu með eigin Endurvinnslukorti á heimasíðu sveitarfélagsins.

Takmarkið er að öll sveitarfélög á landinu taki þátt í samstarfinu þannig að allir, bæði íbúar og ferðamenn, innlendir og erlendir, hafi aðgang að ítarlegum og samræmdum upplýsingum, hvar svo sem þeir eru staddir á landinu hverju sinni. Á síðastliðnum 7 árum hefur Náttúran.is staðið að þróun Endurvinnslukorts bæði í vef- og app-útgáfu.

Fyrri greinStraumlaust í Mýrdalnum
Næsta greinHamar hafði betur í rokinu