Hvergerðingar ánægðir með Skólahreysti

Bæjarráð Hveragerðis ákvað í morgun að styrkja Skólahreysti keppnina um 50 þúsund krónur.

Bæjarráði barst bréf þar sem óskað var eftir þessari upphæð. Bæjarráð lýsti yfir mikilli ánægju með verkefnið sem hefur án vafa aukið áhuga ungmenna á líkamsrækt og hollum lifnaðarháttum og samþykkti að styrkja verkefnið.

Skólahreysti hefur árlega sent út erindi þessa efnis og hafa undirtektir sveitarfélaganna verið misjafnar. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti sama styrk á fundi sínum í gær en bæjarráð Árborgar hafnaði styrkbeiðninni í síðustu viku.

Fyrri greinGagnrýna SASS og Strætó harðlega
Næsta greinVegbætur í Flóanum í sumar