Hvergerðingar og Árborgarar mótmæla veggjöldum

Bæjarráð Hveragerðis og bæjarráð Árborgar bókuðu bæði á fundum sínum í vikunni mótmæli gegn áformum um innheimtu veggjalda á stofnbrautum út af höfuðborgarsvæðinu.

Hveragerðingar segja að slík áform gangi þvert á stefnu stjórnvalda um suðvestursvæðið sem eitt atvinnu- og búsetusvæði eins og kynnt hefur verið í stefnumörkun til framtíðar á vegum ríkisstjórnarinnar.

„Það er hreint með ólíkindum að mismuna eigi landsmönnum með þessum hætti gangi þessar hugmyndir eftir,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, á bloggi sínu.

Fyrri greinStórt tap hjá Hamri
Næsta greinHópfimleikamót í Iðu í dag