Hvergerðingar kallaðir út í vesturhluta Ölfuss

Brunavarnir Árnessýslu hafa ákveðið að semja við Slökkvilið Hveragerðis um að sinna áfram útköllum í vesturhluta Ölfussins, t.d. klippuútköllum á Suðurlandsvegi.

BÁ samdi við Hvergerðinga um áramót að sinna útköllum á svæðinu til dagsins í dag. Á heimasíðu Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, kemur fram að fulltrúaráð BÁ hafi ákveðið að semja við Hvergerðinga út árið 2010.

Aldís og Margrét Katrín Erlingsdóttir, formaður stjórnar BÁ, munu ganga frá samkomulaginu sem lagt verður fyrir næsta fund bæjarráðs Hveragerðis.

„Þetta er afskaplega ánægjuleg niðurstaða sem báðir aðilar geta verið ánægðir með,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir á heimasíðu sinni.

Fyrri greinHópur Breta sóttur á Höfðabrekku
Næsta greinSíðasta sýningarhelgi á Birtíngi