HVER/GERÐI – sýningarstjóraspjall á ensku

Sunnudaginn 10. júní kl. 15 mun Erin Honeycutt, annar tveggja sýningarstjóra sýningarinnar „HVER/GERÐI – Sigrún Harðardóttir“ í Listasafni Árnesinga, ganga um sýninguna og ræða við gesti um verkin sem til sýnis eru.

Spjallið fer fram á ensku, en það verður líka túlkur á staðnum.

Líkt og heiti sýningarinnar gefur til kynna þá er viðfangsefni Sigrúnar á sýningunni hverir og gróður, en líka sá tvískilningur að gestir eru líka gerendur. Sjá má hvernig gagnvirkni og skyntækni eru tvinnuð saman og áhorfendum boðið að taka þátt.

Með eigin þátttöku ná þeir að upplifa fjölmarga möguleika þessarar tækni í samspili lita, hreyfinga og hljóðs. Inn á milli gagnvirkra verka og skúlptúrs innsetninga eru líka málverk sem gera áhorfendum kleift að njóta þeirrar fagurfræði sem til verður í umbreytingunni milli hefðbundinna og tæknivæddra mynda.

Erin fædd og uppalin í Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi um árabil. Hún er listfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og hefur sérhæft sig í vídeó- og nýmiðlalist. Hún er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og greinahöfundur og hefur unnið greinaskrif fyrir söfn, gallerí og tímarit á Íslandi og erlendis en þá hefur viðfangsefnið einatt verið íslensk myndlist.

Erin hefur einnig sinnt rannsóknum við Vasulka-stofu Listasafns Íslands og kennt námskeiðið A Survey of Video and Experimental Film í listfræði við Háskóla Íslands. Hún var sýningarstjóri á völdum íslenskum vídeóverkum á Addis Vídeólistahátíðinni í Eþjópíu í janúar 2018 og var aðstoðarsýningarstjóri sýningarinnar Video Art Program sem sett var upp á Keflavíkurflugvelli í desember 2017, en á þeirri sýningu var einmitt verk eftir Sigrúnu Harðardóttur.

Sýningin mun standa til og með 6. ágúst 2018. Safnið er opið alla daga kl. 12-18. Aðgangur að safninu er ókeypis og allir velkomnir.

Curator‘s Talk in English
Sunday, June 10th at 3 pm, Erin Honeycutt, one of two curators of the exhibition HVER/GERÐI – Sigrún Harðardóttir, will talk to guests while going through the exhibition and discuss the artworks on display. The talk will be in English.

As the name of the exhibition indicates, the subject is geysers and flora, but the name in Icelandic also has a double meaning that is hard to translate , therefore, it is not translated into English. The exhibition combines elements of interactivity and sensory technology allowing the viewer to initiate and experience a plethora of possibilities in combining action with effect of colour, movements and sounds. Interspersed with these interactive environments and sculptural installations are also paintings, allowing the visitor to experience the shifting aesthetic effect that occurs in the transition between traditional and technical images.

Erin is born and raised in USA but has resided in Iceland for many years. She studied art history at the University of Iceland and specialized in video and new media. She is a freelance curator and writer, and has written articles for museums, galleries, and magazines in Iceland and abroad with the subject mainly on Icelandic art. Erin has also done research at the Vasulka Chamber of the National Gallery of Iceland and has taught the course A Survey of Video and Experimental Film at the University of Iceland. She was the curator of a selection of Icelandic video art that was exhibited at the Addis Video Art Festival in Ethiopia in January 2018 and was a co-curator of the Video Art Program that was opened at Keflavik International Airport in December 2017, which also included a work by Sigrún Harðardóttir.

The exhibition will stay until August 6th 2018. The museum is open daily from 12 -18 pm. The entrance is free of charge and we welcome everyone.
Fyrri greinÆvintýri Gnúpverja á enda
Næsta grein30% fleiri umsóknir við HA en í fyrra